HOBBÍ AÐ LESA Á DYRASÍMA

    Hekla og dyrasíminn.

    “Atferli mannskepnunnar er fyrir margar sakir forvitnilegt, en undanfarið hef ég nokkrum sinnum séð fólk á gangi í götunni minni, að því er virðist í engum sérstökum erindagjörðum, staldra við hurðina á húsinu mínu til að lesa á dyrabjöllurnar og halda svo sína leið. Hvað er það?” spyr Hekla Elísabet Aðalsteindóttir starfsmaður þingflokks Pírata.

    “Ég myndi seint kalla þetta grunsamlegar mannaferðir svo ég er aðallega að velta því fyrir mér hvort þetta sé eitthvað hobbí sem ég vissi ekki af? Fær maður eitthvað út úr þessu? Ókeypis tómstundagaman? Á ég að byrja að gera þetta?

    Auglýsing