Hafnfirðingur sem fór á salernið í enskri krá í London rak í rogastans og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá að það var hurð á bak við klósettskálina, úr fínum hurðarviði með handfangi og öllu.
“Ekki getur verið umgangur hér beint í gegnum klósettið,” hugsaði hann mér sér upphátt, tók í húninn til að skyggnast bak við en viti menn: Þá sturtaðist niður í klósettinu.
Skynvilluhönnun ársins!