“HNÖKRAR” Í HEIMSENDINGU NETTÓ

Hrund: "Fyrr má nú vera hnökrar."

“Reyndi ég að panta vörur í heimsendingu frá Nettó. Það er verið að setja upp nýjan vef hjá þeim og þetta fór þannig að ég fékk engar vörur en greiðsla var samt tekin af reikningnum. Ég fæ það til baka eftir 7-14 daga,” segir Hrund Heiðrúnardóttir.

“Hversu flókið getur það verið að stoppa pöntunina og endurgreiða? Og svo fékk ég svar frá þeim þar sem þetta var flokkað sem hnökrar á nýjum vef. Fyrr má nú vera hnökrar.”

Auglýsing