Það er að verða vatnslaust í Höfðaborg í S-Afríku. Ef svo fer fram sem horfir verður vatnslaust með öllu eftir þrjá mánuði. Loftslagsbreytingarnar eru ekkert grín.
Ef ekki rignir á næstunni verður skrúfað fyrir vatn til heimila og fyrirtækja og skömmtun hafin á 200 dreifingarstöðvum. Þá verða 4 milljónir íbúa að stilla sér upp í biðröð til að fá vatn.
Fáum datt í hug að þetta gæri gerst en það er að gerast. Höfðaborg er þekkt fyrir stranga umhverfisstefnu en eftir þriggja ára þurrktíma stefnir í að Höfðaborg verði fyrst stórborga í heiminum án rennandi vatns á heimilum, stofnunum og fyrirtækjum.
Stjórnvöld lofa þó að sjúkrahús, skólar og aðrar nauðsynlegar stofnanir fái vatn en meiru geta þau ekki lofað. Það stefnir í neyð.
“Við ættum ekki að hafa loftslagsbreytingar í flimtingum. Þetta er fúlasta alvara,” segir talsmaður borgarstjórnar í Höfðaborg.