HLÍN VILL STÆKKA LITLA HÚSIÐ

Hlín og litla húsið á Bergþórugötu.

Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal vill stækka litla húsið sitt á Bergþórugötu um eina hæð og fá svalir í leiðinni.

Kerfisbréfið: Sótt er um leyfi til að bæta við portbyggðri rishæð með svölum á hús á lóð  nr. 6 við Bergþórugötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2021. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. júlí 2021, greinagerð burðarvirkishönnuðar dags. 27. ágúst 2021 og samþykki meðeigenda dags. 17. maí 2021. Stækkun: 45 ferm., 107 rúmm. Gjald kr. 12.100. Samþykkt.

Síðastliðin tíu ár hefur Hlín framleitt og selt skartgripi sína víða bæði hérlendis og erlendis. Hlín hefur hannað fyrir ýmis góðagerðarmál eins og Göngum saman, sem styður grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Hlín stofnaði hönnunarverslunina Kiosk ásamt öðrum hönnuðum árið 2010 og eigin verslun Hlín Reykdal Studio 2016-2020. Hlín hefur sýnt á einkasýningum og samsýningum hérlendis og erlendis á hverju ári frá árinu 2010.

Auglýsing