HLEÐSLUSTÆÐI EKKI FYRIR FATLAÐA

    Verið er að setja rafhleðslustöðvar víðs vegar í Reykjavík og um land allt. Málið kom til umræðu í ferilnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík og voru menn ekki sáttir við vinnubrögðin.

    Ferlinefnd lagði fram bókun að þessu tilefni:

    “Uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla í borgarlandinu er mikilvægt og spennandi verkefni. Við val á staðsetningum stæðanna er mikilvægt að huga að aðgengi allra að þeim og tryggja þannig að minnsta kosti hluti stæðanna nýtist fólki með auknar aðgengisþarfir. Ferlinefnd harmar að af þeim 58 hleðslustæðum sem unnið er að uppsetningu á í borgarlandinu skuli einungis eitt þeirra vera aðgengilegt hreyfihömluðum og sérstaklega merkt þannig.”

    Auglýsing