HJÚKRUNARFORSTJÓRI SKAMMAR HUNDAEIGENDUR

    Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarstjóri í Seljahlíð er ekki ánægð með umganginn í hverfinu sínu, Seljahverfi í Breiðholti, þar morar allt í hundaskít.

    “Hundaeigendur sem þrífið ekki eftir hundinn ykkar! Takið ykkur tak og gerið það!” segir hún hvöss í áminningu sem hún sendi frá sér eftir morgungöngu um helgina:

    “Óskōp er leiðinlegt að vera ábyrgur hundaeigandi en svona blasir víða við í fallega Seljahverfinu okkar. Kæru þið sem takið ekki upp eftir vininn ykkar takið ykkur á og þrífið eftir hundinn. Bæði leiðinlegt og sóðalegt að bera hundaskít inní híbýlin ef manni verður á að stíga í þetta eða hundurinn.”

    Auglýsing