HJÓNABANDSGALDUR

  Fyrir nákvæmlega fjórum árum, 20. nóvember 2014, kom þetta Séð og Heyrt út, tileinkað langlífi hjónabanda þeirra sem lengi hafa hrærst í íslenskum skemmtanaiðnaði. Á þessu höfðu ýmsir skoðun:

  Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur: Held að börn fólks sem skildi séu tryggari. Langar ekki að meiða börnin sín á þann hátt sem þau muna.

  Hafliði Vilhelmsson rithöfundur: Þau eru lausari við misskilning.

  Ragnar Önundarson fv. bankastjóri: Þau eru af gamla skólanum, gera við það sem bilar en henda því ekki strax og fá sér nýtt.

  Stefán Benediktsson fv. alþingismaður: Hvað skilja þau ekki?

  Skömmu síðar hætti Séð og Heyrt endanlega að koma út. Internetið drap það.

  Auglýsing