HJÓN FRÁ UTHA GÁTTUÐ Á ÍSLENSKRI PÓLITÍK

    Sumarkoma að mínu skapi heitir þessi mynd Steina pípara.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Steini pípari

    Keyrði hjón frá Utah í Bandaríkjunum á Arnarstapa í miðvikudaginn. Lentum í öllum hugsanlegum veðrum. Ég sagði þeim að svona fagnaði veðrið sumarkomunni alltaf, einu sinni eða tvisvar, annaðhvort snjókoma eða páskahret í maí. Allavega frá því að ég man eftir mér.

    Konan reyndist demókrati en hann repúblikani, samt engir árekstrar í hjónabandinu. Þau spurðu um pólitík á Íslandi. Ég sagði þeim að hérlendis væri ekki lengur til pólitík. Aðeins eiginhagsmunstefnan og afhending opinberra einokunarfyrirtækja til ættingja og innmúraðra. Auðlindum skellt í einkaeign og arðurinn kæmi ekki við sögu almennings.

    Konan spurði undrandi hvort ekki væri independent flokkar á Íslandi. “Ekki lengur, þeir höfða meira til fasista en 18 % þjóðarinnar styðja þá og halda sig hafa hag af því.”

    Þá spurði konan hver væri forsætisráðherra Íslands. Ég tjáði henni að hún væri kommúnisti (dóttir mín sem keyrði bílinn reyndi að stoppa mig og sagði að hún væri sósíalisti). Ég svaraði um hæl: “Var það kannski einu sinnni en hún vill sitja í stólnum.”

    Ferðin var skemmtileg og við komumst öll í bæinn.

    Auglýsing