HJÓLHÝSI TEKUR 4 BÍLASTÆÐI Á SKÓLALÓÐ

Í sumarbyrjun draga hjólhýsaeigendur fram gullin sín og leggja þeim gjarnan á bílastæði skóla sem hættir eru störfum í bili eins og til dæmis í Breiðholti. En stundum ganga þeir of langt:
“Við starfsfólk í íþróttahúsi Seljaskóla biðjum eiganda þessa hjólhýsi sem tekur 4 bílastæði að leggja því annarsstaðar annars verður það dregið í burtu!” segir Elísabet Benediktsdóttir sem þarna starfar.
Auglýsing