HJÓLASVEINNINN Í VESTURBÆNUM

  Hann heitir Hilmar og hann er hjólasveinn. Kemur eins og píla á rafskutlu með verkfæri í bakpoka þegar hjólið bilar og gerir við á staðnum. Svona eins og Superman.

  “Þetta byrjaði allt þegar ég lagaði hjól fyrir frænku mína og hún var svo ánægð með að það fréttist,” segir hjólasveinninn sem hefur nóg að gera í Vesturbænum enda eins gott:

  “Ég var einn af þessum “heppnu” sem voru í ferðaþjónustunni og þar er nú allt rólegt. Þá er gott að hafa eitthvað til hliðar.”

  Hjólasveinninn er laghentur og fljótvirkur og hverfur af vettvangi jafn skjótt og hann kom. Og skilur eftir hjól í toppstandi.

  Sjá nánar hér.

  Auglýsing