HJALLA MINNST VIÐ HAGASKÓLA

    Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Hagaskóla ásamt eiginkonu Hjalla Margréti Björnsdóttur, við athöfnina í gær.
    Í gær var afhjúpaður minningarplatti á íþróttahúsi Hagaskóla við tennisvöll sem hefur fengið nafnið Hjallavöllur í minningu Hjálmars Kristins Aðalsteinssonar sem lengi var íþróttakennari við skólann.
    Hjalli, eins og hann var kallaður, hefði orðið 66 ára í gær en lést fyrir aldur fram í janúar sl. eftir skammvinn veikindi.
    Auglýsing