HIPPARNIR HEIMTA NIÐURGREITT VIAGRA

  “Hippakynslóðin er orðin ellilífeyrisþegi,” segir áhrifavaldurinn Páll Vilhjálmsson í pistli dagsins og lætur svo vaða:

  “Þeir sem nenntu urðu nýtir borgarar og eiga lífeyrissparnað og aðrar eignir til að njóta síðkvölds ævinnar. Viðar Eggertsson er aftur talsmaður ónytjunganna sem greiddu ekki í lífeyrissjóð og sólunduðu sjálfsaflafé.

  Viðar krefst þess að yngri kynslóðir Íslendinga haldi upp ónytjungunum.

  Hvers vegna að halda uppi fólki sem er latt og hyskið og fer helst ekki út nema af kaffihúsinu til að mótmæla á Austurvelli?

  Hvers vegna á Hversdags-Jóninn að splæsa í gömlu hasshausana sem svikust um að borga í lífeyrissjóð og söfnuðu ekki til elliáranna?

  Áður en hippakynslóðin kom til sögunnar var haft til marks um verðuga ævi að eiga fyrir eigin jarðaför. Hipparnir heimta niðurgreitt viagra til geta fram á grafarbakkann tekið ungu kynslóðina í þurrt xxxxx.”

  Auglýsing