HINSEGIN RÁÐSTEFNA Í REYKJAVÍK

Ráðstefnugestir á Skólavörðustíg.

Aðalfundur Regnbogaborga (Rainbow Cities Network) fór fram 2.-3. nóvember síðastliðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og var Reykjavíkurborg gestgjafi fundarins.

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hélt utan um þennan 11 aðalfund samtakanna og situr Þórhildur Elínard. Magnúsdóttir sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks í stjórn Regnbogaborga fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Fundinn í Reykjavík sóttu 43 fulltrúar frá 31 borg.

Regnbogaborgir eru alþjóðleg samtök borga sem hafa sett fram stefnu um hinsegin málefni og vinna með virkum hætti að réttindum hinsegin fólks. Alls eiga 52 borgir aðild að samtökunum og hefur Reykjavík verið aðili að samtökunum frá  árinu 2019.

Í lok fundarins var útgáfu bæklingsins  „Rainbow Cities in Action“ fagnað. Bæklingurinn er ætlaður sveitarfélögum sem veita inngildandi þjónustu þar með talið við hinsegin fólk. Bæklingurinn var styrktur af framkvæmdastjórn ESB.

Auglýsing