HILLARY MÓTMÆLT Í HÖRPU

  Myndin er tekin rétt áður en Hillary gekk á svið í Eldborgarsal Hörpu.

  Mótmælendur lágu líkt og lík í hrönnum í forsal Hörpunnar síðdegis þegar Hillary Clinton fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna og utanríkisráðherra sté þar á svið fyrir fullum sal áhorfenda á bókmenntahátíðinni Iceland Noir.

  Það er afstaða Hillary í deilunum á Gaza sem eru ástæða mótmælanna en Hillary þykir heldur höll undir Ísrael.

  Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson kynna Hillary til leiks í Hörpu.

  Í Eldborgarsal Hörpu ræddi Hillary bók sína, Hillary  State of Terror, sem hún skrifaði ásamt kanadíska metsöluhöfundinum Louise Penny sem var með henni á sviði. Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynntu Clinton og Penny á svið og Eliza Reid, forsetafrú, ræddi svo við þær um bókina og lífshlaup þeirra.

  Miðaverð 4.000-10.000 kr. Uppselt!

  Auglýsing