HILDUR HRISTIR UPP Í TÆKNIFRJÓVGUNUM

    "Ríkið á ekki að ákveða hverjir geti eignast barn saman heldur skal það eingöngu byggt á upplýstu samþykki fólks."

    “Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir sem snýst um að þau sem fara í það erfiða ferli upplifi að lögin séu þeim til aðstoðar í staðinn fyrir að lögin geri þeim verkefnið erfiðara. Lög eru fyrir fólk og lög eiga að hjálpa og treysta fólki,” segir Hildur Sverrisdóttir alþingsmaður Sjálfstæðisflokksins.

    “Frumvarpið tekur á þeim vondu og sársaukafullu reglum núgildandi laga sem pínir fólk sem á fósturvísa til að eyða fósturvísum sínum ef það slítur samvistum eða annað þeirra deyr – þrátt fyrir skýran vilja og samþykki beggja um að þeir verði nýttir. Í frumvarpinu er líka gefin heimild fyrir því að gefa fósturvísi. Það afdráttarlausa bann núgildandi laga er óskiljanlegt þar sem heimilt er að gefa bæði sæði og egg. Fyrir þau í sérstaklega erfiðri stöðu væri dýrmætara en gull að geta þegið fullbúinn fósturvísi að gjöf
    Að auki er í frumvarpinu það frelsisskref að sambúð eða hjúskapur verði ekki lengur skilyrði fyrir því að fólk geti staðið saman að tæknifrjóvgun. Ríkið á ekki að ákveða hverjir geti eignast barn saman heldur skal það eingöngu byggt á upplýstu samþykki fólks.”

    Auglýsing