HERMANN HREIÐARS HORFIR Á FÓTBOLTA Í LEIFSSTÖÐ

    Hermann Hreiðarsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, sat í Leifsstöð á Þorláksmessu á leið sinni til Noregs og var svo heppinn að El Clasico, Barcelona vs Real Madrid, var á skjánum.

    Hermann náði fyrri hálfleik áður en hann varð að þjóta í þotuna en hann var á leið til systur sinnar sem býr í Noregi og á lítil fjallakofa í fjöllunum þar sem Hermann ætlaði að leika sér á snjósleða um jólin.

    – Hefurðu spilað á móti þessum mönnum?

    “Já, Suarez.”

    – Var það ekki erfitt?

    “Nei, alveg frábært. Þessir karlar eru svo miklir karakterar, alveg brjálaðir inn á vellinum og svífast einskis. Eitthvað annað en þessi kerfislægi fótbolti sem er í gangi,” sagði Hermann Hreiðarsson og hljóp svo á fullri ferð að Gate 4 í Leifsstöð og rétt náði vélinni.

    Auglýsing