HERBERT TUSKAR ÚTVARPSSTJÓRA TIL

    "...hlustendur flýja í enn ríkara mæli, giska ég á, alla vega ég."

    “Nú kárnaði gamanið,” segir Herbert Guðmundsson fyrrum ritstjóri og útgefandi en hann var að hlusta á útvarpið:

    “Við eldsumbrotin í og nærri Grindavík, skellti Stefán Eiríksson útvarpsstjóri á útleið í sameiningu næturútvarps Rásar 1 og Rásar 2, sem felst í því að Rás 2 er nú eina RÚVrásin á nóttunni. Þannig ætlar nefndur Stafán að ljúka sínum ferli á þessum vettvangi, þvílík hneisa. Ekkert rökrænt tilefni, hlustendur flýja í enn ríkara mæli, giska ég á, alla vega ég.

    Fjöldi hefur margoft kvartað undan endalausum endurtekningum efnis í RÚV á Rás 1. Sem eru komnar langt út úr öllum kortum. Ef þetta núna er svar fráfarandi útvarpsstjóra um að svæfa efni Rásar 1 allar nætur, lýsir það ótrúlega fátæklegri hugmyndafræði hans og undirstrikar þá stjórnun RÚV sem hann hefur nú lagt í rúst. Og að bera fyrir sig eldana við Grindavík kastar rekunum.”

    Auglýsing