HELVÍTIS FRÁHVÖRFIN

  "Þetta er ekki "dettum í það" æskuáranna. Það er engin músík í spilaranum."

  “Ok. Það er kominn tími á fráhvörf,” segir Sigfús Arnþórsson lífskúnstner búsettur í Folkestone í Kent á Englandi:

  “Það er ekki eins og ég hafi valið það. En, ég hafði lofað Sóleyju og Ericu því. Frá 24 reyndar. En nú er þetta alveg hætt að virka. Það gerist með allt dóp. Það hættir að virka. Nú eru þetta orðnir bara 3 – 4 bjórar á dag. Og virka bara að því marki að gera mig nokkurn veginn edrú í hugsun.

  Þetta er ekki “dettum í það” æskuáranna. Það er engin músík í spilaranum. Ég mun sennilega steinsofa í nótt. Á morgun verð ég svo dofinn að ég finn ekki fyrir neinu. Nema – sorginni yfir að hætta að drekka.

  Dagur tvö í fráhvörfum er venjulega verstur. Því þá er hugurinn vaknaður. Og ég ligg undir sæng og er alltaf að detta fram af fjallstindi. Aftur og aftur. Ræð ekki yfir minni eigin hugsun. Og óttinn er svo hræðilegur. Það er engin fallhlíf!

  Svo koma 3 – 4 dagar þar sem ég sef ekkert. Þá verð ég stundum svolítið manískur. Það er ok. Og fer að rífast um pólitík á facebook

  Þetta tekur viku. Og jafnvel upp í 10 daga. Þannig að líkaminn og sálin séu farin að virka eins og þau eiga að gera.

  Og – ég hef lofað því. Nú byrjar helvítið!

  Auglýsing