HELGI Í KYNKÖLDUM HYL

  Ráðherrann lítur háttsemi vararíkissaksóknarans alvarlegum augum.

  „Mér finnst mjög vafa­samt af vara­rík­is­sak­sókn­ara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hef­ur gert á sam­fé­lags­miðlum nú ný­lega. Það má al­veg gagn­rýna hann fyr­ir það,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra um gaspur Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara á samfélagsmiðlum um brotaþola ofbeldis. Hafa femínistar í ýmsum deildum krafist afsagnar hans vegna þessa. Þá var þetta ort:

  Helgi víst hafði þann kæk,
  að henda sér ofan í læk,
  á kaf hér um bil,
  í Kynkalda hyl,
  svo kellurnar ráku upp skræk.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSUZUKI & TOYOTA
  Næsta greinÓLÍNA (63)