HELGI HJÖRVAR BYGGIR VINDMYLLUR

  Helgi Hjörvar og vindmyllurnar.

  Borgfirðingur skrifar:

  Sjálfsagt kemur það mörgum á óvart að fyrrum Samfylkingarþingmaðurinn Helgi Hjörvar hafi stofnað fyrirtæki til að setja upp vindmyllugarða í Borgarfirði. Þingmenn flokksins hafa nefnilega hingað til – líkt og margir aðrir – goldið varhug við þeirri sjónmengun sem fylgir vindmyllum.

  Helgi á jörðina Hafþórsstaði í Borgarfirði og áformar að reisa vindmyllur á Grjóthálsi í landi jarðarinnar. Hann er meira að segja búinn að tryggja sér fjármagn frá evrópskum stofnanafjárfestum en segist ætla að bjóða íslenskum fjárfestum að borðinu síðar. Um 2 kílómetrar eru frá Grjóthálsi að Norðurá og 3 kílómetrar að hringveginum. Vindmyllur Helga ættu því ekki að fara framhjá neinum og veiðimenn hlustað á dyninn frá þeim meðan þeir sveifla stönginni.

  Í vefritinu Kjarnanum er skýrt frá þessum áformum Helga og ýmissa annarra vindmyllufyrirtækja sem kynntu hugmyndir sínar á fundi í Borgarnesi. Miðað við frásögn Kjarnans hafa Borgfirðingar miklar áhyggjur af þeirri sjónmengun sem fylgir vindmyllunum, en ein fimm fyrirtæki auk fyrirtækis Helga Hjörvar vilja setja upp vindmyllur á brekkubrúnum og fjallstoppum á Vesturlandi.

  Auglýsing