HÉLDU AÐ HAUKUR HOLM VÆRI ROBERT PLANT

  Haukur útskýrir fyrir breskum hjónum að hann sé ekki Robert Plant.
  Haukur með félögum sínum í Mathöllinni.

  Síðhærði fréttamaðurinn, Haukur Holm, fór út að borða með félögum sínum í vikunni í Mathöllina í Pósthússtræti. Vakti hann óvænta og mikla athygli breskra túrista sem voru á staðnum og héldu að þarna sæti Robert Plant söngvari Led Zeppelin að snæðingi.

  Robert Plant.

  Það var hárið sem olli, léttkrullað og þykkt niður á herðar. Gekk þetta svo langt að Haukur þurfti að útskýra fyrir breskum hjónum að hann væri alls ekki Robert Plant heldur Haukur Holm.

  Auglýsing