HEKLUREITURINN RIFINN Í HEILU LAGI

    Örn og Davíð og nýi Heklureiturinn.

    Sótt hefur verið um að rífa byggingar á Heklareitnum svokallaða sem nær frá Laugavegi 168-174. Framkvæmdafélagið Laugavegur ehf. hefur keypt allar fasteignir á Heklureitnum en að félaginu stendur hópur fjárfesta sem Örn V. Kjartansson leiðir með Davíð Másson fjárfesti sem stjórnarformann.

    Hekla mun væntanlega flytja starfsemi sína í Garðabæ á lóð við nýja fjölnota íþróttahús þeirra Garðbæinga en til stóð að að fara í Breiðholtið en ekkert varð úr.

    Umsóknin: “Framkvæmdafélagið Laugavegu ehf, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sótt er um leyfi til niðurrifs allra matshluta á lóð nr. 168 við Laugaveg….Sótt er um leyfi til niðurrifs á mannvirkjum í matshluta nr. 01, hluta húsa nr. 170-174 á lóð nr. 170-174 við Laugaveg. Erindi fylgir afrit af tölvupósti dags. 18. ágúst 2022.”

    Auglýsing