HEITAR STAÐREYNDIR

•   Reykvíkingar fóru árið 2000 að minnsta kosti 15 sinnum í sund á ári.
Árið 1970 fóru þeir 9 sinnum á ári í sund.

•   Hljómsveitin Múm var á meðal þeirra sem héldu tónleika í Sundhöll Reykjavíkur árið 1998. Þurftu  tónleikagestir að stinga höfðinu fyrir neðan vatnsborðið til að njóta tónanna.

•   Íslenskt sundlið tók þátt í Ólympíuleikunum í Berlín 1936, á  Ólympíuleikana í London 1948 undir leiðsögn Jóns Pálssonar sem var um árabil aðalþjálfari og kennari í sunddeildum Ægis, Ármanns, ÍR og KR.

•  Fyrsti heiti potturinn sem byggður var eftir fornri hefð var tekin í notkun í Vesturbæjarlaug árið 1962. Í dag eru heitu pottarnir mikilvægur hluti af sundlaugamenningu Íslendinga.

Auglýsing