Þrándur Arnþórsson opnar sýningu á olíumálverkum í Gallerí Ófeigs, Skólavörðustíg 5 á laugardaginn. Myndlistarmaðurinn er sjálfur á staðnum og spjallar við gesti um sýningu sína og ljúfar veitingar verða í boði.

Sýning Þrándar gefur innsýn í dulúðarheim hafsins og lífsins sjálfs. Heim sem ólgar af krafti, hættu og fegurð. Þetta er önnur einkasýning Þrándar og haldin í tilefni af 60 ára afmæli hans á árinu.
Þrándur er í stjórn Grósku, myndlistarfélags Garðabæjar, og rak með konu sinni, Álfheiði Ólafsdóttur, gallerí Art-Iceland sem var um tíma á Skólavörðustíg1A.