HEIMSPEKIPRÓFESSOR VEÐUR Í AUÐMENN OG ORKUPAKKA

    “Það á við að lesa Völuspá núna,” segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekiprófessor og ákallar landvætti til varnar þjóð við ysta haf:

    “Auðmenn að kaupa undir sig landið og þar með pólitísk völd. Vatns- og virkjanaréttindi keypt upp af auðmönnum á tímum yfirvofandi vatnsskorts, (en talað um að neysluvatn verði orðið naumt í Englandi eftir aldarfjórðung eða svo). Orkupakki 3 verður samþykktur af stjórnvöldum sem merkir að orkan verður einkavædd og í eigu auðmanna þegar fram í sækir. Orkan og auðlindir eiga að vera í eigu almennings. Þetta er ekki mín Evrópuhugsjón að Evrópa sé smættuð niður á eignarhald auðmanna. Evrópa átti að vera stærri hugsjón en nýfrjálshyggja sem færir auð og völd til fárra. Auk þess hef ég ekki séð sannfærandi rök fyrir því að höfnun O3 merki uppsögn EES-samstarfs. Það ætti að gilda það sama um orkuna og fiskinn fyrir þessa eyþjóð sem býr í köldu landi.”

    Auglýsing