Heiða Lára, sem fyrr í vetur var í samandi við stjórnstöð Strætó – sjá frétt hér – lætur enn gaminn geisa. Hún skrifar meðal annars á tímalínu Strætó.
„Enn á ný, í fjórða sinn í haust, er ég að koma seint í vinnuna í boði Strætó. Er endanlega sannfærð um að Norðlingaholt er einhver afgansstærð hjá Strætó. Meðan fyrsti vagn er mættur tímanlega á hinum endanum, þ.e. við Nauthól, er vagninn sem fer í Norðlingaholt alltof oft seinn, og mjög oft alveg á mörkunum þannig að farþegar sem þurfa í aðra vagna í Ártúni mega hlaupa til að ná hinum vögnunum í Ártúni, stundum eru þeir farnir, stundum nær fólk að stoppa þá af með því að hlaupa hratt.
Þetta er með öllu ólíðandi.
Frosnar hurðar…já já, það þarf bara að setja vagnana fyrr í gang og ef starfsólk er að mæta of seint, þá þarf einn á staðinn sem setur vagnana í gang…ef það er málið.”