HEIÐA ÍHUGAR AÐ HJÓLA Í DAG

    Úr Ráðhúsinu:

    Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum ætlar Heiða Björg Hilmisdóttir að taka þátt í slagnum um forystusætið hjá Samfylkingunni í væntanlegum borgarstjórnarkosningum og etja þar kappi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

    Heiða Björg hefur staðið sig  vel í svokallaðri BIBI byltingu kvenna og henni finnst að tími sé til að kona taki við forystu í Samfylkingunni í Reykjavík en hún er varaformaður flokksins.

    Heiða Björg er eiginkona Hrannars B. Arnarssonar sem var helsti ráðgjafi og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherratíð hennar.

    Auglýsing