Frá farþega:
—
Umhverfis og auðlindráðuneytið hefur gefið leyfi til tilraunar með að leyfa gæludýr í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og gildir leyfið til eins árs í senn frá 1.mars 2018.
Á næstu vikum mun stjórn Strætó og starfsmenn fara að huga að því hvort það er framkvæmanlegt að leyfa hunda og ketti og alls kyns gæludýr í vögnunum en að sögn þeirra sem þekkja til erlendis er hugsanlegt að pláss fyrir dýrin verði aftast í vögnunum.
Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó er því hlynnt að leyfa gæludýr í vögnunum.