Mikill hugur er í sveitarstjórnarmönnum í Hafnarfirði sem mynda meirihluta bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar að halda samstarfinu áfram eftir kosningar og í því skyni hyggjast þeir leggja það til að bæjarstjóraefni þeirra verði Haraldur Líndal Haraldsson sem þeir telja að hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri á valdatíma þeirra.
“Hafnarfjarðarbær hefur risið upp úr rekkjunni og stendur vel fjárhagslega eftir skipulagsbreytingar sem Haraldur meðal annars lagði til en hann er frægur fyrir að breyta tapi í hagnað,” segja sjálfstæðismenn og Björt framtíð tekur undir í Firðinum.
Umbreyting hefur orðið á rekstri sveitarfélagsins en áætlunin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í lok árs 2017 um 554 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er áætlað um 3,4 milljarðar króna, sem er yfir 14% af heildartekjum. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest verður fyrir eigið fé sveitarfélagsins og söluandvirði lóða.