HAPPY Á HLEMMI

    Framkvæmdum sem hafa staðið yfir á Hlemmsvæðinu síðustu mánuði er nú lokið í bili. Svæðið hefur fengið nýtt og vinalegt yfirbragð með fjölbreyttum gróðurbeðum, trjám og góðu rými fyrir fólk. Hlemmur er með þessari umbreytingu festur í sessi sem mikilvægur samkomustaður og samgöngumiðstöð.

    Efnisvalið á nýjum Hlemmi sýnir tengingu við íslenska náttúru með basalthellum og stóru náttúrugrjóti í beðunum. Gróðurbeðin skapa ekki aðeins skemmtilegra umhverfi heldur stuðla að líffræðilegri fjölbreytni og eru um leið góðar ofanvatnslausnir með náttúrulegum farvegi fyrir regnvatn.

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinTUNGUR TVÆR
    Næsta greinJODIE FOSTER (61)