HAPP ÚR HENDI Á HÖFÐATORGI

    Veitingahúsið Happ sem verið hefur í turninum á Höfðatorgi hættir nú í mánuðinum. Verður þá ekkert veitinghús lengur undir merkjum Happs en vörurnar verða áfram til sölu í verslunum.

    Sagt er að nýr veitingastaður muni taka við undir stjórn verðlaunakokks. Margir svangir munnar vinna í húsunum við Höfðatorg. Þar er meðal annars Biskupsstofa, Landlæknir, Samherji, Kvikubanki, Fjármálaeftirlitið og Reiknistofa bankanna.

    Auglýsing