HANNES VILL 32,9 MILLJÓNIR FYRIR KJALLARA

  “Nú er jarðhæðin í húsi mínu að Hringbraut 24 komin á sölu hjá Sverri Kristinssyni fasteignasala í Eignamiðlun. Íbúðin er 58 fermetrar, stórt svefnherbergi, stór stofa, nýuppgert eldhús, nýuppgert baðherbergi, geymsla,” segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor.

  “Í sameign þvottahús og garður. Björt og notaleg íbúð. Bílastæði við Bjarkargötu. Utanhússviðgerðir skv. áætlun verkfræðings standa yfir á kostnað seljanda (mín), og bera væntanlegir kaupendur engan kostnað af þeim. Á besta stað í bænum fyrir háskólastúdenta og háskólakennara. 5 mínútur í Háskólann, 5–10 mínútur í miðbæinn. Verð mjög sanngjarnt, 32,9 millj. kr. Húsið hefur verið leigt bæði langtímaleigu og á Airbnb, og hafa leigjendur verið mjög ánægðir. Íbúðin getur verið laus strax, og kaupandi getur keypt flesta innanstokksmuni, kæri hann eða hún sig um.”

  Svefnherbergi
  Eldhús
  Stofa
  Auglýsing