“Núna er ég alvarlega að íhuga að hætta að fara í nýju hverfislaugina okkar,” segir Andri Freyr Sigurðsson íbúi í Grafarholti og á við nýju sundlaugina, Dalslaug.
“Þetta er enginn áfellisdómur yfir lauginni sjálfri né starfsmönnum heldur vegna gesta. Í dag var þriðja skiptið sem handklæðið mitt er tekið ófrjálsri hendi á meðan ég var ofaní lauginni síðan hún opnaði. Nokkuð sem ég hef aldrei lent í í öllum öðrum sundlaugarferðum. Stór baðhandklæði voru tekin, þar á meðal eitt með mínu nafni saumað í stykkið.”
Ekki náðist í Hrafn Jörgensen forstöðumann Dalslaugar við vinnslu fréttarinnar.