HANDJÁRN Í HANSKAHÓLFUM RÁÐHERRABÍLA?

    Ráðherrabílstjórarnir handjárna meintan þjóf. Mynd / Guðmundur Hilmarsson mbl.is

    Óprúttinn náungi var handjárnaður fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í gærmorgun þar sem ríkisstjórnarfundur stóð yfir. Hafði sá reynt að stela hlaupahjóli á stéttinni sem var í eigu smiðs sem var að vinna í næsta garði. Smiðurinn stökk til og yfirbugaði meintan þjóf með aðstoð ráðherrabílstjóra sem þarna biðu og handjárnuðu manninn.

    Hvaðan komu handjárnin?

    Varla ganga smiðir með handjárn á sér. Þau hljóta að hafa komið úr ráðherrabílunum því lögreglan var ekki mætt. Eru handjárn í hanskahólfum ráðherrabíla?

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinJÓN AXEL (60)
    Næsta greinDV 1984