HALLÆRI Í HALLGRÍMSKIRKJU

    Persónur og leikendur í kirkjudramanu á Skólavörðuholti: Framkvæmdastjórinn, organistinn og sóknarnefndarformaðurinn.

    Undarlegar erjur í Hallgrímskirkju vekja furðu þar sem augljóslega er verið að bola Herði Áskelssyni organista og kórstjóra út eftir 38 farsælt starf sem tekið hefur verið eftir jafnt innanlands sem utan. Þögn hefur slegið á sóknarbörn.

    Þeir sem til þekkja segja að þarna virðist egó sóknarnefndarformanns, Einars Karls Haraldssonar, ráða för og þá ekki síður stjórnsemi Sigríðar Hjálmarsdóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri kirkjunnar um árabil en Sigríður er dóttir séra Hjálmars Jónssonar fyrrum Dómkirkjuprests. Peninga og valdagræðgi segja aðrir.

    Allt hefur þetta átt sér aðdraganda sem meðal annars fólst í því að skerða frelsi Harðar til verkefnavals og ákvarðanatöku þar til svo var komið að framkvæmdastjóri kirkjunnar hafði ákvarðanavald varðandi verkefni og hvað þau mættu kosta. Og þá var nú ekki mikið eftir fyrir organistann og kórstjórann.

    Auglýsing