Aðsókn og áhugi á keilu hefur aldrei veirið meiri en árið 2017. Alls spiluðu 166.833
einstaklingar keilu í Keiluhöllinni í Egilshöll til samanburðar við 146.096 árið 2016
og 105.646 árið 2015. Þetta er því mikil aukning frá því að nýjir eigendur,
Gleðipinnar ehf., komu að rekstri Keiluhallarinnar í mars 2015.
Þetta gerir um 460 manns á dag, alla daga ársins. Þessi fjöldi er fyrir utan öll mót og æfingar keilufélaga og keppnisfólks sem er
töluverður fjöldi til viðbótar.
Keilubúnaður verður fyrir miklu hnjaski í hverju kasti. Vélabúnaðurinn telur
nákvæmlega öll köst sem fara í gegn og er það gert til að auðvelda viðhald.
Á árinu 2017 var alls kastað 5.107.696 sinnum í gegnum velar Keiluhallarinnar í
Egilshöll. Til samanburðar við 3.986.753 köst árið 2016.
Mest sótti keilusalur í Evrópu
Þegar bornir eru saman aðrir keilusalir í Evrópu í gegnum LaneTalk og EasyBowl, þá
er Keiluhöllin í Egilshöll mest sótti keilusalur í sínum stærðarflokki í Evrópu. En
Keiluhöllin í Egilshöll er 22ja brauta salur.
Þessi mikla aðsókn kallar á bættari aðstöðu og í vor verða miklar breytingar
framkvæmdar á keilusalnum sjálfum. En búið er að hana ný sæti og borð fyrir sjálfan
salinn sem mun bæta aðgengi og afgreiðslu við brautirnar. En í dag er verið að
afgreiða mat og drykk á brautarsvæðin og munu breytingarnar verða til þess að bæta
þá aðstöðu til muna.