HÁKON PRINS (50)

Hákon prins með prinsessu sinni, Mette Marit, en hún er ekki konungborin.

Hákon prins, ríkisarfi Noregs, er fimmtugur í dag. Hann þykir myndarlegastur og best af guði gerður af öllum prinsum í Evrópu. Einkasonur norsku konungshjónanna en á eldri systur, Mörtu Lovísu prinsessu. Hann fær óskalag eftir landa sinn, Edvard Grieg.

Auglýsing