HAGSTÆÐ HRINGAVITLEYSA Í BORGINNI

    Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa eignarhlut Strætó í Þönglabakka 4 á krónur 89.850.000.

    Strætó bs. er eigandi að hluta í Þönglabakka 4. Um er að ræða 326,7 fermetra skrifstofurými á efri hæð og sameign sem er rúmlega 22% eignahluti í húsnæðinu. Eftir kaupin verður Reykjavíkurborg með rúmlega 79% eignarhluta í húsnæðinu á móti Íslandspósti ohf.

    Er þetta liður í því að færa Þjónustumiðstöð Breiðholts á einn stað. Strætó fær peningana frá Reykjavíkurborg sem styrkir Strætó árlega um mörg hundruð milljónir enda stærsti eigandi af Strætó þannig að peningarnir fara úr einum vasa í annan – hagstæð hringavitleysa.

    Auglýsing