HÆTTULEGUR SUBBUSKAPUR Í VESTURBERGI

    Sigurgyða: "...hér finnum við lummur, stubba, nammibita sem börn geta auðveldlega kafnað á."

    “Aðkoman hér á daggæsluvellinum í Vesturbergi, hér erum við að passa ómálga og skríðandi lítil börn og þegar við komum a morgnana þá byrjar ruslatínslan, hér finnum við lummur, stubba, nammibita sem börn geta auðveldlega kafnað á, við finnum beittar áldósir sem er búið að tæta og beygla svo sé öruggt að óviti meiði sig hratt og ábyggilega á því um leið,” segir Sigurgyða Þrastardóttir dagmamma í Bangsakoti.

    “Hér stendur á bekknum og veggnum að þessi umgengni sé óásættanleg en fólkið sem virðist dvelja hér á bekknum okkar virðist ekki kunna að lesa sér til gagns, og eru ekki að hugsa um hag barnanna okkar sem nýta sér völlinn.Er hægt að ganga betur um völlinn okkar ? Hér er ruslatunna inná lóð og við bekkina beint fyrir framan hana, kennum öllum sem við þekkjum að nota ruslaföturnar og passa vel að nikótínpúðar og stórir nammibitar séu ekki að skapa stórhættu fyrir tannlausa óvita.”

    Auglýsing