
“Ég get ekki setið á mér lengur, dóttir mín er nýkomin inn úr göngu með hundinn sinn og hún lenti í því að svartur labrador sem var laus reyndi að ráðast á papillon tíkina hennar,” segir Arna Erlingsdóttir íbúi Breiðholti:
“Hún þurfti að halda henni fyrir ofan höfuð því hundurinn ætlaði í hana, dóttir mín náði að flýja inn í stigagang og bjarga sér og hundinum sínum en þetta er bara ekki boðlegt að svona sé að gerast. Það er taumskylda í Reykjavík og það á að fara eftir því. Það á að vera öruggt fyrir unga fólkið okkar að viðra dýrin sín án þess að verða fyrir árás á leiðinni. Hún kom inn skjálfandi eins og hrísla en þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem hún lendir í svona. Virðum lög og höfum hundana í taumi!”