HÆTTIÐ AÐ VERZLA VIÐ BÓFANA

  Upp með hendur niður með brækur segir í laginu um Svarta Pétur og félaga. Þeir eltu hann á átta hófa hreinum og náðu honunm nálægt Húsafelli og hengdu upp í næsta tré og réttlætið það sigraði að lokum og bankinn endurheimti féð.

  Þetta sungu Stuðmenn í bíólaginu á annari plötu sinn Tívolí sem kom út ca. 1976.

  Jæja, við stöndum frammi fyrir því að á íslandi eru, svo vitnað sé í yfirvaldið, a.m.k. 15 skipulagðir Svarta Péturs (glæpa) hópar sem flestir eru meira og minna samansafn af erlendum einstaklingum. Eftir því sem okkur er tjáð þá eru aðal tekjur þessara hópa sala og allskyns viðskipti við Íslendinga.

  Það er ein ósköp einföld aðferð til að losna við þesa meinsemd og hún er: KÆRU LANDAR HÆTTIÐ AÐ VERZLA VIÐ BÓFANA. Því ef engin kaupir þá er ekkert upp úr því að hafa að hanga hér á eyju úti í ballarhafi þar sem allir þekkja alla.

  Það þýðir ekkert að býsnast yfir vandamálinu og segja þessu verður að linna. Munið að það er mikill munur á því að segja: “SOMETHING MUST BE DONE eða I MUST DO SOMETHING.

  Halló! Ykkar er valið. Áfram veginn!

  Auglýsing