HÁDEGISMATUR FÁLKANS

    Ljósmyndarinn.

    Fálkar þurfa að borða eins og aðrir. Líka hádegismat eins og þessi sem stendur yfir bráð sinni íbygginn og athugull á meðan hann meltir blóðugur um gogginn. Það var mávur í matinn í þetta sinn. Listaljósmyndarinn Finnur Andrésson fangaði augnablikið með vél sinni.

    Fálki, líka nefndur Valur (Falco rusticolus), er stór ránfugl sem heldur til í freðmýrum og fjalllendi sem og við strendur og eyjur á Norðurslóðum. Fálkar geta náð 60 cm lengd og vænghaf þeirra getur orðið 130 sm. Lögun og gerð vængja fálka gerir þeim kleift að fljúga óhemju hratt. Á miðöldum voru fálkar taldir fuglar konunga. Þeir eru notaðir í sérstaka íþrótt, fálkaveiðar, sem var áður fyrr nánast eingöngu stunduð af konungum og aðli og voru slíkir fálkar nefndir slagfálkar.
    Auglýsing