GYLFI TIL KR – LEYNISAMNINGUR?

Sagt er og mikið rætt í boltaheimi að fyrir liggi uppkast að samningi á milli auðkýfingsins Björgólfs Thor og knattspyrnusnillingsins Gylfa Þórs hjá Everton um að Gylfi komi heim og leiki með KR eftir tvö ár eða svo. Gylfi hefur nýverið viðrað heimþrá sína í fjölmiðlum eftir 16 ár í útlöndum en Gylfi verður 32 ára á þessu ári.

Björgólfsfeðgar, eldri og yngri, hafa lengi haft taugar til KR og Björgólfur Guðmundsson var formaður félagsins um árabil.

Auglýsing