Tósnskáldið og tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson segir farir sínar ekki sléttar í upphafi árs því á morgun verður honum plantað á elliheimili í Hveragerði án þess að vera spurður. Gylfi segir:
—
“Á morgun, 8. janúar fyrir hádegi, verð ég rekinn úr Víðinesi á Kjalarnesi af sendiboðum borgarstjóra Reikjavíkur og sendur á elliheimili í Hveragerði. Þar má ég vera með eina af þremur kisunum mínum nótt og dag hinar, tvær verða að búa í bílnum mínum Moby Dick við hliðina á elliheimilinu en tilvonandi eiginkona mín “Edith Piaf yngri” fær að heimsækja mig en ekki að sofa hjá mér á nóttini vegna þess að það gæti æst upp kynkvöt annara gamalmenna á svæðinu.
Herbergið er lítið og með húsgögnum og má ég ekki láta farlægja þau og setja mín í staðin.
Ég var búinn að skila lyklinum og segja að þetta hentaði mér ekki áður en ég fékk lykilinn að herberginu í Víðinesi og tel að ég hljóti að hafa rétt á lengri tíma til að fara héðan.
Ég held að Dagur B Eggertsson og liðið hans líti á mig sem skæruliðaforingja en: Svo má brýna deigt járn að bíti.”