GUNNUHVER – VARÚÐ!

    Friðrik og fallegur Gunnuhver - en vegurinn að er ljótur.

    Hvet alla ferðaþjónustuaðila sem ferðalanga á eigin vegum að algerlega sniðganga hinn svo kallaða “veg” sem er í eigu Grindarvíkur og Reykjaness sem liggur að Gunnuhver,” segir Friðrik Brekkan þrautreyndur leiðsögumaður.

    “Þarna eru allt að tuttugu sentimetra djúpar beittar holur sem bæði brjóta undan bifreiðum og skera dekk og hafaa gert á undanförnum árum og áratugum. Ábyrgðaraðilar hins svonefnda vegar sýna alls engan áhuga á að gera við hann eða þá allavega loka honum á meðan málið er í “ferli” hinu fræga íslenzka ferli. Alls ekki aka þennan svokallaða veg.”

    Auglýsing