GUNNI OG EIKI SAMAN Á KRÁ

    Athafna – og tónlistarmaðurinn Óttar Felix Hauksson lætur sér alltaf detta eitthvað í hug og þetta er það nýjasta á nýju ári:

    Um leið og ég óska vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs með þökk fyrir hið liðna langar mig að benda á að hinn óviðjafnanlegi Eiríkur Hauksson syngur með Gullkistunni á þrettándagleði Kringlukrárinnar n.k. laugardag. Það mun verða í fyrsta sinn sem þeir Gunnar Þórðarson og Eiríkur Hauksson standa saman á sviði síðan Eiríkur söng eitt af þekktari dægurlögum Gunnars, Gaggó Vest, inn á hljómplötu árið 1985 við texta Ólafs Hauks Símonarsonar.

     

    Auglýsing