GUNNHILDUR LÍTUR UPP – LOFTSTEINAR OG LOFTSLAG

  “Eftir að horfa á kvikmyndina Dont Look Up þá var helsta umræðuefnið hjá fjölskyldunni: Hvar skyldum við vera í tímalínu söguþráðsins um lofsteininn þegar kemur að loftslagsmálum?” segir Gunnhildur Hallgrímsdóttir varaþingkona Pírata, Harwardnemi og yngsti alþingismaður Íslandssögunnar þegar hún var kölluð inn sem varamaður í síðasta mánuði – 19 ára.

  “Helsti munurinn er að loftsteinnin sprengir upp jörðina á sama tíma, þannig þeir valdamiklu, fátæku, dýr og náttúra munu finna fyrir áhrifum á sama tíma. En þegar kemur að loftslagsmálum munu þeir tekju- og valdaminni finna fyrr fyrir áhrifum. Sjá hér. 

  “Við uppgvötuðum vandamálið (lofsteininn) fyrir næstum því 40 árum, en olíufyrirtæki ákváðu markvisst að þagga niður í sannleikanum út af áhrifum á hagnað þeirra. Við erum því löngu komin framhjá því að uppgvöta loftsteininn.

  Árið 1995 var fyrsta COP ráðstefnan haldin, þar sem aukinn vísindalegur hljómgrunnur var fyrir vandamálinu. Þá vita ríkisstjórnir heims að lofsteinninn er að fara að ‘skella á’. Vegna skammtímahagnaðarsjónarmiða og áframhaldandi afneitun frá olíufyrirtækjum er lítið gert.

  Nú til dags vita flestir hver vandinn er, við erum búin að “sjá” loftsteininn, því við getum byrjað að sjá afleiðingarnar, líka á Vesturlöndum. En ennþá er hagnaður stórfyrirtækja leiðandi – sjá hér.

  Auglýsing