GULLI HELGA HÆTTIR Í BÍTINU

    Gulli Helga með eiginkonu sinni, Ágústu Valsdóttur á framandi slóðum. Nú verður meiri tími fyrir fjölskylduna.

    Einn vinsælasti útvarpsmaður landsins um árabil, Gunnlaugur Helgason, hefur sagt upp starfi sínu í morgunútvarpi Bylgjunnar, Bítinu.

    Gulli ætlar að snúa sér meira að fjölskyldu sinni og sjónvarpsvinnu sem hann hefur unnið samhliða Bítinu þar sem hann hefur verið í áratug – á fætur fyrir allar aldir dag eftir dag með Heimi Karlssyni. Gulli verður sextugur í sumar.

    Talið er að Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Sýnar, sem rekur Bylgjuna, ráði kvenmann í hans stað. Er þar nefnd til sögunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem áður hefur komið við sögu í Bítinu

    Auglýsing