GULL & SILFUR – EKKI GRÆNIR SKÓGAR

  “Mín upplifun er nákvæmlega sú að við ráðum engu, þau eru búin að ákveða og við skulum bara gegna. Þetta eru fulltrúar okkar í borgarstjórn, þau ættu að vera okkur innanhandar,- en ekkert, það er ekkert samráð. Við erum margbúin að biðja um það, en það er ekkert hlustað,” segir Sigurður Steinþórsson sem hefur stundað gullsmíði og rekið skartgripaverlun á Laugavegi, Gull & Silfur, í hálfa öld. Byrjaði um svipað leyti og Dagur borgarstjóri var að fæðast.

  En nú er öldin önnur. Þar sem voru gull og grænir skógar á þessari einu verslunargötu þjóðarinnar er nú svo gott sem auðn. Sturluð skipulagspólitík borgaryfirvalda er allt að drepa segja kaupmenn sem eru orðnir flóttamenn.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinGODDUR (66)
  Næsta greinBUBBI (65)